Íslenzkir Tónar
Настоящее имя: Íslenzkir Tónar
Íslenzkir tónar var öflug plötuútgáfa í eigu Tage Ammendrup en hún starfaði í nærri tvo áratugi og gaf út fjölda hljómplatna sem í dag eru sígildar í íslenskri tónlistarsögu.
Íslenzkir tónar voru nátengdir versluninni Drangey við Laugaveg 58 en Tage rak hana ásamt móður sinni (Maríu Ammendrup), þar voru seldar bæði plötur og hljóðfæri. Um tíma gaf Tage einnig út nótur og lagatexta (Vinsælir danslagatexar) auk þess sem hann ritstýrði tímaritum um tónlist, Jazz og Musica.
Tage hafði sett upp lítið hljóðver í bakherbergi á lóðinni við Drangey og þar voru teknar upp plötur með upptökutækjum sem hann flutti sjálfur til landsins, mestmegnis voru það plötur ætlaðar til einkanota en ekki útgáfu.
Íslenzkir Tónar er ritað með z. Síðari Íslenskir Tónar með s.