Hlusta.is
Настоящее имя: Hlusta.is
Hljóðbókavefurinn Hlusta.is er nú kominn í nýjan búning sem kemur til með að gleðja marga.
Þessi nýi búningur gerir vefinn mun aðgengilegri en áður og einfaldar alla nálgun.
Þá kemur hann sérstaklega vel út í símum og styður betur við nýja notendur.
Auk þess er hann mun fallegri en sá eldri var.
Vefurinn hefur vaxið hratt á undanförnum árum og greinilegt að margir hafa gaman að hlusta á upplestur, bæði sögur og annað.
Nýtt efni bætist við í hverri viku.
Efnið á vefnum er mjög fjölbreytt.
Þar er að finna íslenskar skáldsögur, smásögur, barnasögur, Íslendingasögur, þýddar skáldsögur og margt, margt fleira.
Vel á annað þúsund titlar í boði.