Sjálfsbjörg
Настоящее имя: Sjálfsbjörg
Sjálfsbjörg - Landssamband fatlaðra er regnhlífasamtök hagsmunasamtaka fatlaðra á Íslandi. Í 3. grein laga þeirra segir að hlutverk þeirra sé m.a.; „að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins, með því að hafa áhrif á ríkis- og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklinga og með því að vekja áhuga almennings á málefnum þeirra með útgáfu og kynningarstarfsemi.“
