Celsius (17)
Настоящее имя: Celsius (17)
Об исполнителе:
Icelandic band 1976-1977 Diskópoppsveitin Celsius var töluvert áberandi það ár sem hún starfaði, 1976-77. Sveitin var stofnuð snemma vors 1976 af þeim Kristjáni Þ. Guðmundssyni hljómborðsleikara, Birgi Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Karlssyni trommuleikara og Pálma Gunnarssyni bassaleikara og söngvara en þeir voru allir þekktir tónlistarmenn og framarlega í íslensku tónlistarlífi. Fljótlega bættist Birgir Guðmundsson gítarleikari í hópinn og um sumarið lék einnig með þeim breski gítarleikarinn Duncan Gillies en sveitin varð strax áberandi fyrir líflega spilamennsku og varð vinsæl á böllunum það sumarið. Strax síðla sumar varð sveitin þó fyrir áfalli þegar Sigurður trommuleikari brotnaði á báðum úlnliðum eftir átök að loknum dansleik á Bolungarvík. Ólafur Garðarsson leysti Sigurð af áður en sveitin fór af þessum ástæðum í pásu um haustið. Sú pása varði þó ekki lengi því um miðjan nóvember var hún aftur komin á stjá og þá höfðu bæst í hópinn söngvararnir Jóhann Helgason og Helga Möller, sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan sem dúóið Þú og ég. Þá höfðu sveitarmeðlimir prófað nokkra söngvara, þar á meðal unga söngkonu, Elleni Kristjánsdóttur, en þau Jóhann og Helga hlutu náð fyrir augum Celsius-liða og þar með var sveitin orðin vel raddsett hvað söng og raddir varðaði en meðlimir voru nú orðnir sjö talsins.