Solid i.v.
Настоящее имя: Solid i.v.
Об исполнителе:
SOLID i.v. er tuddarokksveit sem m.a. inniheldur Jón "Junior" Símonarson (Nabblastrengir, Bootlegs, Dos Pilas) og Karl Daða Lúðvíksson (Dirty Mood Booster, Lights On The Highway). Tónlistin er einslags blanda af Motorhead og Jet Black Joe og stefnur eins og eyðimerkurrokk og síðgrugg flökta um. Á þessari frumraun sinni er sveitin melódíuvæn er þurfa þykir en getur skellt á skeið með miklu trukki ef hún er í því skapinu. Meðlimir sjálfir hafa lýst tónlistinni sem "hvíts hyskis"-tónlist ("white trash") og má svosem taka undir það, hér er áhersla lögð á að rokka beint af augum fremur en að einhverjar "listrænar" meiningar séu til grundvallar. Jón Símonarson: Söngur/Gítar, Karl Daði Lúðvíksson: Bassi, Ólafur "Tröllabarn" Georgsson: Gítar, Óskar Ingi Gíslason: Trommur