Hjörleifur Hjartarson
Настоящее имя: Hjörleifur Hjartarson
Об исполнителе:
Hjörleifur Hjartarson 05.04.1960 Hjörleifur Hjartarson er tónmenntakennari að mennt og hefur meðfram ýmsum störfum fengist við tónlistarflutning af ýmsum toga. Um árabil starfaði hann með Tjarnarkvartettinum sem gaf út fjóra hljómdiska, söng víða um lönd og kom að nokkrum leiksýningum og söngdagskrám á sínum ferli. Meðal þeirra voru Systur í syndinni og dagskrá með sálmasöng úr verkum Samuels Beckett hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá hefur hann um langt skeið starfað sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Hundur í óskilum sem ásamt honum er skipuð Eiríki Stephensen og hafa þeir félagar gefið út tvo hljómdiska. Nokkrar tónsmíða Hjörleifs hafa ratað inn á efnisskrá Hunds í óskilum. Einnig hefur hann samið leikhústónlist við eigin leikverk sem sett hafa verið upp af leikfélögum norðan heiða. Ásamt Eiríki Stephensen sér Hjörleifur um tónlist í sýningu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni. Af vef Þjóðleikhússins (15. apríl 2010)