Steinunn Jóhannesdóttir
Настоящее имя: Steinunn Jóhannesdóttir
Об исполнителе:
Steinunn Jóhannesdóttir er fædd 24.5 árið 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1967 og varð leikari frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970. Steinunn stundaði frönskunám við háskólann í Toulouse 1967-1968 og framhaldsnám í leiklist við Statens Sceneskola í Stokkhólmi 1970-1971. Einnig lagði hún stund á nám í leikhúsfræðum og sálarfræði við Stokkhólmsháskóla 1971-1972 og í sálarfræði við HÍ 1978-1979. Þá hefur hún sótt ýmis námskeið fyrir leikara og leikstjóra, leikskáld og rithöfunda á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Steinunn starfaði sem leikari og leikstjóri um árabil og hefur skrifað greinar og pistla í ýmis blöð og tímarit. Eftir hana liggja leikrit og stuttmyndahandrit, barna- og unglingasögur, smásögur, ævisögur og heimildarit. Hún hlaut viðurkenningu fyrir Flautuna og vindinn, í samkeppni Námsgagnastofnunar um léttlestrarefni 1985. Viðurkenning í smásagnakeppni Listahátíðar Reykjavíkur 1986 (Fagrafold) og Sveriges Radio 1987 (Ett yllelinne). 1.-3. verðlaun fyrir Ferðalag Fríðu í stuttmyndakeppni Listahátíðar 1987. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ævisögu Halldóru Briem 1994 og hlaut viðurkenningu í samkeppni um smásögur fyrir börn árið 1994.