Loðin Rotta
Настоящее имя: Loðin Rotta
Об исполнителе:
Icelandic pop/rock band. HLJÓMSVEITIN Loðin Rotta kom saman skömmu fyrir jólin og spilaði tvö kvöld á veitingahúsinu Gauki á stöng. Hljómsveitin hefur ekki starfað formlega í nokkur ár en hefur spilað nokkrum sinnum þegar allir meðlimir sveitarinnar hafa verið staddir á landinu. “Við höfum oft komið saman á þessum tíma þegar menn eru að koma heim í jólafrí en við erum allir í einhverju öðru í tónlistinni,” sagði Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari. Að hans sögn er stefnt að því að endurvekja að einhverju leyti Loðna rottu sem tók við af hinni upprunalegu og var með Jóhannes Eiðsson söngvara innanborðs. “Það gæti orðið mjög fljótlega að sú sveit myndi spila saman og þá tekur Jóhannes við af Richard Scobie,” sagði Ingólfur. Hann segir sveitina hafa haft um 250 lög samtals á lagaskránni og því úr nægu efni að velja. Á tónleikunum á Gauki á stöng skipuðu Loðna rottu þeir Jóhann Ásmundsson, Halldór Hauksson, Ingólfur Guðjónsson, Sigurður Gröndal og Richard Scobie. Morgunblaðið/Árni Sæberg RICHARD Scobie söng með Loðinni rottu að þessu sinni en Jóhannes Eiðsson mun á ný taka við hljóðnemanum. ÞAÐ er kraftur í sveitinni eins stelpurnar á dansgólfinu fundu fyrir.