Eik
Настоящее имя: Eik
Об исполнителе:
Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis við ballþyrstan almúgann sem vildi stuðtónlist til að dansa við. Eik var stofnuð vorið 1972, kjarni sveitarinnar kom úr Pops en það voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Gestur Guðnason gítarleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, fljótlega gengu til liðs við þá Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Lárus Grímsson söngvari og flautuleikari og þannig skipuð kom Eikin fyrst fram opinberlega um haustið 1972 og byrjaði að spila sína þungu og frumsömdu tónlist.